Ársfundur Norðurstrandarleiðar
Miðvikudaginn 20.nóvember verður haldinn árlegur fundur Norðurstrandarleiðar þar sem farið verður yfir stöðu verkefnisins og hver næstu skref eru.
Fundurinn verður haldinn í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík, miðvikudaginn 20.nóvember kl. 11:00 - 16:00
Við munum skipta fundinum í tvennt, með almennum kynningum fyrir hádegi þar sem öllum áhugasömum gefst kostur á að kynna sér betur hvað felst í því að tengjast Norðurstrandarleið og farið yfir það starf sem Markaðsstofan sinnir í tengslum við verkefnið.
Dagskrá fyrir hádegi:
11:00 Kynning á því sem gerst hefur frá opnun Norðurstrandarleiðar - Christiane Stadler
11:20 Kynning á blaðamannaferðum í tengslum við Norðurstrandarleið - Katrín Harðardóttir
11:50-12:30 Örkynningar frá nokkrum meðlimum Norðurstrandarleiðar um þeirra reynslu.
12:30-13:30 Hádegismatur - Hægt verður að kaupa hádegisverð á Basalt Bistro.
13:30-16:00 Eftir hádegi gefst meðlimum Norðurstrandarleiðar tækifæri til að hitta aðra meðlimi og geta nýtt þann tíma til að skiptast á hugmyndum. Einnig munum við fara í gegnum hvernig þið getið nýtt Verkfærakistuna (Tool Kit) og Brand Guidelines til að markaðssetja leiðina og koma ykkar fyrirtæki á framfæri.
Skráning fer fram á heimasíðu Markaðsstofunnar: https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/acw/skraning-a-arsfund-nordurstrandarleidar