Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ársfundur Norðurstrandarleiðar

Miðvikudaginn 20.nóvember verður haldinn árlegur fundur Norðurstrandarleiðar þar sem farið verður yfir stöðu verkefnisins og hver næstu skref eru.

Miðvikudaginn 20.nóvember verður haldinn árlegur fundur Norðurstrandarleiðar þar sem farið verður yfir stöðu verkefnisins og hver næstu skref eru.

Fundurinn verður haldinn í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík, miðvikudaginn 20.nóvember kl. 11:00 - 16:00

Við munum skipta fundinum í tvennt, með almennum kynningum fyrir hádegi þar sem öllum áhugasömum gefst kostur á að kynna sér betur hvað felst í því að tengjast Norðurstrandarleið og farið yfir það starf sem Markaðsstofan sinnir í tengslum við verkefnið.

Dagskrá fyrir hádegi:

11:00 Kynning á því sem gerst hefur frá opnun Norðurstrandarleiðar - Christiane Stadler

11:20 Kynning á blaðamannaferðum í tengslum við Norðurstrandarleið - Katrín Harðardóttir

11:50-12:30 Örkynningar frá nokkrum meðlimum Norðurstrandarleiðar um þeirra reynslu.

12:30-13:30 Hádegismatur - Hægt verður að kaupa hádegisverð á Basalt Bistro. 

13:30-16:00 Eftir hádegi gefst meðlimum Norðurstrandarleiðar tækifæri til að hitta aðra meðlimi og geta nýtt þann tíma til að skiptast á hugmyndum. Einnig munum við fara í gegnum hvernig þið getið nýtt Verkfærakistuna (Tool Kit) og Brand Guidelines til að markaðssetja leiðina og koma ykkar fyrirtæki á framfæri.  

Skráning fer fram á heimasíðu Markaðsstofunnar: https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/acw/skraning-a-arsfund-nordurstrandarleidar