Breytingar á vinnustofum Taste the Arctic Coast Way vegna Covid-19
Í ljósi þess að samkomubann hefur verið sett á vegna Covid-19 vírusins sú ákvörðun verið tekin að breyta áætlunum varðandi vinnustofurnar sem fyrirhugaðar voru nú í mars og apríl. Því miður verða fundirnir ekki á 6 stöðum á Norðurstrandaleið eins og áður var auglýst og þess í stað hefur þátttakendum verið boðið á veffund þar sem fyrirhuguð dagskrá verður viðhöfð að mestu leiti. Vinsamlegast hafið samband á info@arcticcoastway.is ef slíkt boð hefur ekki borist.
Nú sem áður fyrr verður kappkostað við að gera „Taste the Arctic Coast Way“ tilbúið til markaðssetningar næstkomandi haust. Það er fyrirsjáanlegt að við munum finna fyrir fækkun ferðamanna í sumar og því teljum við enn ríkari ástæðu til að undirbúa vel markaðssetningu fyrir árið 2021. Vonandi sýna þátttakendur þessum breytingum skilning og stuðning um að gera það besta úr þessum fordæmalausu aðstæðum.
Ný áætlun er eftir því sem hér segir:
- Það verða þrír veffundir í mars og apríl þar sem kynnt verður hugmyndafræðin á bak við verkefnið „Taste the Arctic Coast Way“ og hvernig fyrirkomulagið framundan verður. Garðar Kári, yfirmatreiðslumeistari á Deplum mun taka þátt í fundunum.
25. mars kl. 15:00 verður veffundur ætlaður þeim sem skráðu sig á vinnustofur á Dalvík og Akureyri
26. mars kl. 15:00 verður veffundur ætlaður þeim sem skráðu sig á vinnustofu á Blönduósi og Sauðárkróki
7. apríl kl. 15:00 verður veffundur ætlaður þeim sem skráðu sig á vinnustofur á Húsavík og Þórshöfn - Vinnustofa: Um leið og færi gefst verður boðað til nýrra vinnustofa (helst á áður auglýstum stöðum) til þess að aðstoða við hvers kyns þróun eða hugmyndavinnu
- Í vor/sumar: vinna við undirbúning markaðsaðgerða
- Markaðssetning (t.d. á vefsíðu, Vegabréfi og Trade manual)
- Vetur 20/21: Lokaundirbúningur fyrir sumarið 2021
Farið verður yfir þessa punkta á fundinum og gert er ráð fyrir tíma í umræður.
Vonast er til að allir skráðir þátttakendur muni koma á þessa fjarfundi. Póstur verður sendur fljótlega þegar tæknilegar forsendur funda liggja alveg fyrir og þar verða þá leiðbeiningar um hvernig megi taka þátt í fundi.