Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Samstillt samfélagsmiðlaherferð samstarfsfyrirtækja og Markaðsstofu Norðurlands vegna easyJet

Í næstu viku hefst samstillt samfélagsmiðlaherferð hjá Markaðsstofu Norðurlands og samstarfsfyrirtækjum, sem vilja taka þátt.

Súpufundir með Markaðsstofu Norðurlands á Sauðárkróki, Akureyri og í Mývatnssveit

Koma easyJet breytir þróun ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og skapar mikil tækifæri yfir vetrartímann. Hvað getur MN gert til að markaðssetja svæðið og hvar þurfum við standa betur saman til að tryggja áframhaldandi vöxt í fluginu?

Mikil ánægja með blaðamannaferð Edelweiss í vor

Snemma sumars 2023 komu blaðamenn og tökumenn á vegum svissneska flugfélagsins Edelweiss til Íslands, en svissneska almannatengslastofan Ferris Bühler Communications skipulagði ferðina í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Markaðsstofu Suðurlands. Ferðin gekk frábærlega þrátt fyrir að veðrið hafi sett strik í reikninginn og umfjöllunin í kjölfarið varð mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir.

Vinnustofur með Voigt Travel í Eyjafjarðarsveit

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel, sem hefur staðið fyrir leiguflugi til Akureyrar síðan 2019, mun í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Flugklasann Air 66N halda vinnustofur í Eyjafirði.

Söguleg lending easyJet á Akureyrarflugvelli

Nýr kafli í sögu norðlenskrar ferðaþjónustu hófst í dag þegar fyrsta flugvél breska flugfélagsins easyJet lenti á Akureyrarflugvelli í dag. Vélin flutti breska ferðamenn frá London Gatwick flugvellinum og næstu fimm mánuði verður flogið á milli þessara áfangastaða tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum.
Mynd: Skapti Hallgrímsson/akureyri.net

Alþjóðatenging á milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar

Fyrstu farþegum í alþjóðatengingu Icelandair frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar var boðið upp á léttar kaffiveitingar á Akureyrarflugvelli þegar flug á milli vallanna hófst að nýju á mánudag.

Met slegin í júlí og ágúst

Íslendingar nýta tækifærin sem felast í öflugri ferðaþjónustu á Norðurlandi í meiri mæli en áður og seldum gistináttum heldur áfram að fjölga yfir sumartímann.

Fjölbreytt framboð á flugi frá Akureyri

Í haust og vetur verður hægt að ferðast með flugi frá Akureyri um allan heim. Breska flugfélagið easyJet hefur flug til Akureyrar í lok október og Icelandair býður upp á beint flug á Keflavíkurflugvöll þaðan sem hægt er að tengja við flugáætlun félagsins bæði til Bandaríkjanna og Evrópu.

Fyrsta flugvél Edelweiss lenti í miðnætursól á Akureyri

Rétt fyrir miðnætti á föstudaginn síðasta, 7. júlí, lenti fyrsta flugvélin frá svissneska flugfélaginu Edelweiss á Akureyri.

Líflegar umræður á fundi með Icelandair

Icelandair og Markaðsstofa Norðurlands stóðu fyrir umræðufundi um tengiflug flugfélagsins á milli Akureyrar og Keflavíkur, sem hefst í október og verður í boði út nóvember. Á fundinn komu ýmsir gestir úr ferðaþjónustu og frá sveitarfélögum á Norðurlandi, til að ræða um tækifæri og áskoranir í þessu verkefni.

Umræðufundur með Icelandair um flug milli Akureyrar og Keflavíkur

Föstudaginn 30. júní klukkan 9:30 verður haldinn fundur um alþjóðatengingu Icelandair frá Akureyrarflugvelli.

Icelandair býður upp á alþjóðatengingu milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar

Á tímabilinu 15. október til 30. nóvember 2023, mun Icelandair bjóða upp á flug á milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug sitt.