Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

easyJet flýgur beint frá London til Akureyrar

Eitt stærsta flugfélag Evrópu, easyJet, mun fljúga beint frá Gatwick í London til Akureyrar næsta vetur í áætlunarflugi. Flugfélagið tilkynnti þetta í dag og hefur nú þegar opnað fyrir bókanir, en fyrsta flugferðin verður 31. október. Flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024.

Kontiki býður vetrarferðir frá Zurich til Norðurlands

Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki hefur ákveðið að bjóða upp á vetrarferðir til Norðurlands næsta vetur, í beinu flugi frá Zurich. Þetta er í fyrsta sinn sem ferðaskrifstofan býður ferðir beint til Norðurlands, en hún hefur töluverða reynslu af því að selja ferðir til Íslands allt árið um kring

Condor hættir við áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða

Þýska flugfélagið Condor hefur ákveðið að hætta við allt flug frá Frankfurt til Akureyrar og Egilsstaða í sumar.

Aldrei meira úrval í millilandaflugi

Úrval áfangastaða sem hægt er að heimsækja með beinu flugi frá Akureyrarflugvelli hefur aldrei verið meira en nú. Alls eru áfangastaðirnir sex talsins, sem flogið er til á árinu 2023 auk áfangastaða sem ferðaskrifstofur bjóða sérstaklega upp á í pakkaferðum.

Tvö hundruð mættu á vinnustofu með Condor

Þriðjudaginn 24. janúar stóð þýska flugfélagið Condor fyrir rafrænni vinnustofu, með Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrú

Edelweiss Air flýgur til Akureyrar frá Zurich

Eitt fremsta flugfélag Sviss, Edelweiss Air, mun hefja áætlunarflug til Akureyrar frá Zurich næsta sumar. Flogið verður á föstudögskvöldum til Akureyrar og svo strax til baka til Zurich í næturflugi.

Þýska flugfélagið Condor flýgur til Akureyrar og Egilsstaða sumarið 2023

Þýska flugfélagið Condor hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða sumarið 2023. Flogið verður frá maí og til loka október í hverri viku bæði milli Frankfurt og Akureyrarflugvallar annars vegar og Frankfurt og Egilsstaðaflugvallar hins vegar. Þetta er í fyrsta sinn sem flugfélagið Condor flýgur til Íslands.

Upptaka frá ráðstefnunni „Tökum flugið“

Hér má sjá upptöku frá ráðstefnunni „Tökum flugið“ sem haldin var í Hofi, þriðjudaginn 26. apríl.

Niceair á Dohop!

Nú er mögulegt að bóka flug með Niceair í gegnum vefsíðu Dohop, vinsælustu flugleitarvélar á Íslandi.

Tökum flugið - dagskrá ráðstefnu

Hér má sjá dagskrá og skráningarform fyrir ráðstefnuna „Tökum flugið“ í Hofi, 26. apríl.

Tökum flugið - Ráðstefna um flugmál

Markaðsstofa Norðurlands og Flugklasinn Air 66N munu halda ráðstefnu um flugmál á Akureyri þann 26. apríl n.k

Samið um markaðssetningu Norðurlands í tengslum við Akureyrarflugvöll

20 milljónir verða settar í markaðssetningu Norðurlands í tengslum við millilandaflug um Akureyri.