Fréttaskot í nóvember
Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í síðustu viku, en að þessu sinni var farið um Hörgársveit, Dalvíkurbyggð og út í Hrísey áður en vegleg kvöldskemmtun var haldin í félagsheimilinu Hlíðabæ. Venju samkvæmt veitti Markaðsstofa Norðurlands þrjár viðurkenningar. Viðurkenningarnar eru þrjár, sproti ársins, fyrirtæki ársins og störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi. Að þessu sinni var GeoSea á Húsavík valið sproti ársins, fyrirtækin Ektafiskur og Hvalaskoðun á Hauganesi fengu sameiginlega viðurkenningu fyrir fyrirtæki ársins og að lokum var það Skagfirðingurinn Evelýn Ýr Kuhne sem hlaut viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustu. Hér að neðan má sjá umfjallanir um þessar þrjár viðurkenningar.
Nánar má lesa um viðurkenningarnar hér: https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/frettir-af-innra-starfi/frettir/category/1/vidurkenningar-veittar-a-uppskeruhatid
Mannamót 2020
Skráning sýnenda á Mannamót 2020 er hafin. Eindregið er mælt með því að skrá sig sem allra fyrst, því plássin eru fljót að fyllast og þá tekur við biðlisti. Skráningarfrestur er til áramóta, en sem fyrr segir er best að skrá sig sem fyrst.
Hér má finna allar upplýsingar fyrir sýnendur og skráningarform: http://www.markadsstofur.is/is/mannamot/synendur
Ráðstefna um sögutengda ferðaþjónustu
Ráðstefna um tækifæri í sögutengdri ferðaþjónustu verður haldin 21. nóvember kl 13:00 – 15:30 á Kea hótel Akureyri.
Markaðsstofa Norðurlands hefur undanfarið ár unnið að greiningu á mögulegum tækifærum í sögutengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi. Með tilkomu styrks frá Ferðamálastofu var hægt að fara í þessa greiningarvinnu.
Á ráðstefnunni verða kynntar tvær rannsóknir sem gerðar voru síðastliðið sumar. Kynnt verður rannsókn RRF, sem byggir á Dear Visitor rannsókn sem gerð er í Leifstöð. Síðan mun Vera Vilhjálmsdóttir sérfræðingur hjá RMF, kynna rannsókn sem gerð var í sumar á nokkrum söfnum, setrum og sýningum á Norðurlandi, þar sem gestir voru meðal annars spurðir um upplifun þeirra og hvar þau fengu upplýsingar um þessa viðkomustaði, svo eitthvað sé nefnt.
Lestu nánar um ráðstefnuna hér: https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/frettir-af-innra-starfi/frettir/category/1/taekifaeri-i-sogutengdri-ferdathjonustu-a-nordurlandi
Vísindavika norðurslóða
Í lok mars á næsta ári verður Vísindavika norðurslóða haldin á Akureyri, en að henni standa Rannsóknarmiðstöð Íslands og Háskólinn á Akureyri. Búist er við allt að 1.200 manns á ráðstefnuna. Markaðsstofan hvetur sína meðlimi til þess að bregðast vel við óskum um stuðning frá skipuleggjendum ráðstefnunnar, enda gott tækifæri til þess að taka vel á mótum gestum hennar og sýna þeim hvað norðlensk ferðaþjónusta snýst um.
Nánar má lesa um ráðstefnuna hér: https://www.rannis.is/frettir/visindavika-nordursloda-akureyri-27.-mars-2.-april-2020
Hér er tengill á frétt Fréttablaðsins um ráðstefnuna: https://www.frettabladid.is/frettir/akureyri-tekur-a-moti-yfir-thusund-gestum/