Fundi um flugmál frestað til fimmtudagsins 19. desember
Í ljósi þess að þingstörfum verður ekki lokið á mánudaginn næstkomandi eins og til stóð, höfum við ákveðið að fresta fundi um flugmál sem átti að vera í hádeginu á mánudaginn til fimmtudagsins 19. desember. Þetta er gert til þess að þingmenn kjördæmanna á Norðurlandi eigi kost á því að koma á fundinn, en þeim hefur sérstaklega verið boðið til fundarins.
ATHUGIÐ: Nauðsynlegt er að skrá sig að nýju á fundinn, nýtt skráningarform má finna í hlekknum hér að neðan.
Fundur um flugmál á Akureyri
Markaðsstofa Norðurlands heldur fund um flugmál á Hótel Kea á Akureyri fimmtudaginn 19. desember n.k. 12:00 – 14:00. Léttur hádegismatur verður í boði án endurgjalds, en nauðsynlegt er að skrá sig hér .
Þingmönnum norðaustur- og norðvesturkjördæma er sérstaklega boðið til þessa fundar.
Dagskrá fundarins verður á þessa leið:
-Kynning á greinargerð um ávinning af millilandaflugi um Akureyrarflugvöll – Jón Þorvaldur Heiðarsson
-Kynning á nýrri úttekt á rekstri og mannvirkjum Akureyrarflugvallar – Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson
-Umræður um stöðu Akureyrarflugvallar m.t.t. Samgönguáætlunar og fjárlaga
Hér má sjá greinargerð sem Jón Þorvaldur Heiðarsson, hagfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri, vann fyrir Markaðsstofuna. Þar er lagt mat á ávinning af millilandaflugi um Akureyrarflugvöll miðað við fjórar mismunandi sviðsmyndir.
Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt í umræðunum.