Glærur og upptaka frá fundi um flugmál
Vel var mætt á fund Markaðsstofu Norðurlands um flugmál sem haldinn var á Hótel Kea í dag. Þingmönnum kjördæmanna Norðvestur og Norðaustur var sérstaklega boðið til fundarins, og sá stór hluti þeirra sér fært að mæta.
Myndir: Fundur um flugmál á Akureyri 2019
Jón Þorvaldur Hreiðarsson, hagfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri fór yfir fjórar hugsanlegar sviðsmyndir í þróun millilandaflugs um Akureyrarflugvöll og ávinning af hverri og einni þeirra. Lesa má nánar um skýrslu Jóns um þetta með því að smella hér.
Næstur steig Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson í pontu, en hann vann skýrslu fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar um Akureyrarflugvöll og kynnti niðurstöður hennar á fundinum. Auk þess fór hann yfir ýmsar staðreyndir um flugvöllinn, en skoða má glærur hans með því að smella hér.
Að lokum fór Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri flugklasans Air 66N yfir þróun í markaðssetningu á flugvellinum, þau verkefni sem hafa skilað sér í reglulegu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll og hver framtíðarverkefnin eru. Lesa má glærurnar hans með því að smella hér.
Hér má sjá upptöku frá fundinum.