Menningarbrunnur Eyþings kominn í loftið
Eyþing og SSNV hafa nú birt viðamikinn gagnagrunn um menningartengda þjónustu á Norðurlandi sem nefnist Menningarbrunnur - Gagnagrunnur um menningarstarf á Norðurlandi. Skráning í grunninn er aðilum að kostnaðarlausu og verður skráning og viðhald upplýsinga í höndum Eyþings og SSNV. Menningarbrunnur - Gagnagrunnur um menningartengda þjónustu á Norðurlandi hlaut styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra sem áhersluverkefni 2015.
Í grunninum er að finna upplýsingar um:
- Hátíðir
- Húsnæði
- Hönnunarhús/gallerí
- Menningarstofnanir/félög
- Svæðisbundna fjölmiðla
- Söfn/setur
- Tónlist
- Útilistaverk
- Vinnustofur listamanna
Hér má finna tengil á gagnagrunninn.
Stefnt er að því að gagnagrunnurinn verði aðgengilegur á heimasíðu Eyþings, SSNV, Markaðsstofu Norðurlands, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, og heimasíðum allra sveitarfélaga á Norðurlandi.
Frekari upplýsingar um gagnagrunninn veitir Vigdís Rún Jónsdóttir verkefnastjóri menningarmála hjá Eyþingi, netfang vigdis@eything.is og Ingibergur Guðmundsson verkefnastjóri hjá SSNV, netfang ingibergur@ssnv.is