Opnar pallborðsumræður um ferðamál á norðurslóðum 29. ágúst
Þér er boðið í samtal!
Hvenær:
Mánudaginn 29. ágúst kl. 15.30-17.30
Hvar:
Háskólanum á Akureyri, Miðborg (N-102)
Mánudaginn 29. ágúst býður Rannsóknamiðstöð ferðamála til opinna pallborðsumræðna um framgang og stöðu ferðamála á nyrstu svæðum heimsins. Umræðurnar fara fram kl. 15:30-17:30 í stofu N 102 í Háskólanum á Akureyri.
Dagskráin hefst á kynningu Sarah Marsh sem sinnir málefnum ferðaþjónustu fyrir fylkisstjórnina í Yukon. Hún mun kynna hvernig aðilar ferðaþjónustu hafa nýtt sér rannsóknir á þróun greinarinnar á jaðarsvæðum Kanada. Að því loknu verða opnar pallborðsumræður þar sem meðal annarra þátttakenda verða Arnheiður Jóhannsdóttir frá Markaðsstofu Norðurlands, Sævar Freyr Sigurðsson frá Saga Travel og Jökull Bergmann frá Arctic Heli Skiing.
Markmiðið er að veita innlendum ferðaþjónustuaðilum tækifæri til fræðast um reynslu og sýn hinna erlendu gesta á þróun ferðamála á svæðum sem um margt má líkja við uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðurlandi.
Vinsamlegast látið vita um þátttöku fyrir 26. ágúst til Eyrúnar gegnum ejb@hi.is
Pallborðið er haldið í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu um ferðamál á heimskautasvæðum sem fram fer á Akureyri og á Raufarhöfn dagana 29. ágúst til 2. september. Ráðstefnan er haldin á vegum Rannsóknamiðstöðvar ferðamála með þátttöku 50 sérfræðinga víðs vegar að úr heiminum.