Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vinnustofur Voigt Travel og MN í maí

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel, sem mun hefja flugferðir beint til Akureyrar í lok maí, mun í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Flugklasann Air 66N halda vinnustofur á Akureyri í maí. Vinnustofurnar eru ætlaðar þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem vilja læra um hollenska ferðamenn og styrkja kynni sín við Voigt Travel. Skilyrði fyrir þátttöku er að fyrirtækið sé samstarfsfyrirtæki MN.

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel, sem mun hefja flugferðir beint til Akureyrar í lok maí, mun í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Flugklasann Air 66N halda vinnustofur á Akureyri í maí. Vinnustofurnar eru ætlaðar þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem vilja læra um hollenska ferðamenn og styrkja kynni sín við Voigt Travel. Skilyrði fyrir þátttöku er að fyrirtækið sé samstarfsfyrirtæki MN.

Voigt Travel hefur haldið sambærilegar vinnustofur á öðrum áfangastöðum sínum með góðum árangri. Þær samanstanda annars vegar af samskiptanámskeiði, sem er í höndum breska sérfræðingsins Duncan Holmes og snýr að því hvernig við komum fram og samskiptum við gesti okkar (communication training). Hins vegar er um að ræða kynningu frá Voigt Travel á hollenska markaðinum og markaðsáherslum Voigt Travel. Einnig gefst þátttakendum tækifæri á að spjalla beint við fulltrúa Voigt Travel um einstaka vörur eða þjónustuframboð.

Gert er ráð fyrir að hvor vinnustofa standi yfir frá kl 9:00-17:00, en þær verða haldnar dagana 15. og 16. maí n.k. á Akureyri. Nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku á heimasíðu MN, tengil á skráningarformið er að finna hér.  Vinsamlegast athugið að við skráninguna þarf að tilgreina hvorn daginn þið viljið taka þátt (vinnustofurnar eru eins báða dagana – ekki skiptir máli hvor dagurinn er valinn). Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því hvetjum við áhugasama um að skrá sig sem fyrst því  fyrstur kemur – fyrstur fær. Jafnframt verður til að byrja með aðeins tekið við einni skráningu frá hverju fyrirtæki. Ef fyrirtæki óska eftir að senda fleiri fulltrúa er hægt að geta þess í athugasemdum við skráninguna og viðbótarskráningum verður bætt við eftir því sem  pláss leyfir.

Kostnaður við þátttöku á vinnustofunum mun einungis verða til að standa straum af veitingum, en morgunverður og hádegisverður verður innifalinn. Nánari upplýsingar um kostnað og staðsetningu verða sendar út síðar til þátttakenda.

Skráning