Brimnes hótel og bústaðir er staðsett í Ólafsfirði í Fjallabyggð við Ólafsfjarðarvatn, en um leið mitt í jökulskornum Tröllaskaganum. 60 kílómetrum norðan við Akureyri og 18 kílómetrum norðan við Dalvík.
Átta finnskir bústaðir standa við norðurenda Ólafsfjarðarvatns. Heitir pottar eru á veröndum þeirra allra sem og eldunaraðstaða.
Hótelið stendur nokkrum metrum norðan við bjálkahúsin og þar er boðið upp á gistingu í 11 tveggjamanna herbergjum með baði, setustofu og háhraða nettengingu.
Það er nóg við að vera, bæði á staðnum og í næsta nágrenni. Verið velkomin!