Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Afþreying á Norðurlandi

Afþreying á sjó eða vatni

Þegar ferðast er um Norðurland, má ekki sleppa því að fara í hvalaskoðun. Það er til mikið af afþreyingu sem tengist vatni og um að gera að prófa sem flest, leika sér og skemmta sér í vatninu.  

Vetrarafþreying

Norðurland er land vetrarævintýra. Norðurland býður uppá fjölbreytta möguleika fyrir þá sem bæði vilja slaka á og njóta ævintýralegrar skemmtunar í sannkallaðri náttúruparadís. Á Norðurlandi eru fjölmargir möguleikar til útivistar og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Það eru sjö skíðasvæði á Norðurlandi og eru þau með allra skemmtilegustu skíðasvæðum landsins, þar eru brekkur sem henta bæði börnum og fullorðnum og góðar aðstæður fyrir gönguskíðafólk. Auk þess er önnur afþreying í boði eins og snjósleðaferðir, hestaferðir, jeppaferðir og skautahöll.

Norðurland býður uppá fjölbreytta gistiaðstöðu, veitingastaði, áhugaverð söfn sem og blómstrandi leikhúslíf.

Vetrarævintýri á Norðurlandi er ógleymanleg upplifun fyrir alla fjölskylduna.

Afþreying utandyra

Hvort sem þú ert að leita að afþreyingu sem fær hjartað til að slá örar af spenningi eða afþreyingu aðeins í rólegri kanntinum, þá finnur þú það sem þú leitar að, hér á Norðurlandi.
Hér finnur þú göngu-, hjóla- og hlaupaleiðir sem liggja um friðsæla náttúru, fjölbreytta golfvelli, hellaferðir og að sjálfsögðu hestaferðir.  

Útsýnisferðir

Farið í útsýnisflug og njótið þess að horfa á landið frá nýju sjónarhorni, það er sérstaklega skemmtilegt að fljúga yfir hálendið og horfa ofaní gil og fossa. Einnig er frábært að upplifa bæi og þorp með því að ganga um þá og kynnast þannig sérkennum hvers staðar.  

Afþreying fyrir fjölskylduna

Norðurland er fyrir alla fjölskylduna. Það getur verið krefjandi að ferðast um með börn á mismunandi aldri en á Norðurlandi ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og prófað nýja afþreyingu.