Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Tjaldsvæðið Skagaströnd

Tjaldsvæðið er á skjólsælum og rólegum stað efst á Bogabraut og horfir á móti sólu. Í miðju svæðisins er gamall bæjarhóll þar sem bærinn Höfðahólar stóðu. Svæðið er í fallegu umhverfi og nýtur skjóls til norðurs og austurs af lágum klettahólum sem kallaðir eru Hólaberg. 

Runnar skipta svæðinu upp í nokkra reiti sem skapa þægileg umhverfi fyrir tjöld, húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna. Rafmagnstenglar eru á nokkrum stöðum. Á svæðinu er góð aðstaða fyrir börn, spennandi umhverfi og leiktæki af ýmsu tagi.


Aðstaðan 
Í þjónustuhúsinu eru vatnssalerni, þvottavél og aðstaða til að matast innanhúss fyrir þá sem það vilja og vaskur til uppþvotta. 

Þar má einnig fá margvíslegar upplýsingar fyrir ferðamenn. Framar öllu ber að nefna tvo veglega bæklinga um gönguleiðir á Spákonufellshöfða og á fjallið Spákonufell. Þarna er einnig gestabók og eru ferðalangar beðnir um að rita nöfn sín í hana. 

Ferðafólk er beðið um að ganga vel um og skilja þannig við bæði tjaldsvæðið og þjónustuhúsið þannig að aðrir geti líka notið dvalarinnar.


Opnunartími 
Tjaldsvæði er opið frá byrjun maí og fram í byrjun september.

Verð 2020

Verð fyrir fullorðna: 1.250 kr.

Börn (16 ára og yngri): Frítt

Rafmagn 1000 kr. sólarhringurinn

Þvottavél, Þurrkari; 400 kr. hvert skipti

Sturta 500 kr.

Tjaldsvæðið Skagaströnd

Tjaldsvæðið Skagaströnd

Tjaldsvæðið er á skjólsælum og rólegum stað efst á Bogabraut og horfir á móti sólu. Í miðju svæðisins er gamall bæjarhóll þar sem bærinn Höfðahólar st

Kayakar.is

Skagaströnd

Skagaströnd

Á Skagaströnd er að finna fagra náttúru í fjölbreyttu landslagi og gróðri hvert sem litið er. Glæsileiki Spákonufells trónir yfir bænum en þar eru sti
Spákonuhof

Spákonuhof

Spákonuhof á Skagaströnd Sýning, sögustund og spádómar.    Sýning um Þórdísi spákonu, fyrsta nafngreinda íbúa Skagastrandar sem uppi var á síðari hlut
Árnes

Árnes

Árnes nefnist elsta húsið á Skagaströnd. Sveitarfélagið lét gera það upp og tók í notkun sumarið 2009. Húsið er nú einstak dæmi um vistarverur fólks á
Spákonufellshöfði

Spákonufellshöfði

  Spákonufellshöfði er vinsælt útivistarsvæði skammt frá höfninni á Skagaströnd. Þar hafa verið merktar gönguleiðir og sett upp fræðsluskilti um fugl
Sundlaugin Skagaströnd

Sundlaugin Skagaströnd

Opnunartími í sumar:Mánudaga-föstudaga: 10:00-20:200Helgar: 13:00-17:00
Salthús Gistiheimili

Salthús Gistiheimili

Gistiheimili, Salthús gallerí og gestavinnustofur listamanna á Skagaströnd. Salthúsið á Skagaströnd var endurgert árið 2017 og breytt í gistiheimili.
Spákonufell

Spákonufell

  Spákonufell er svipmikið og virðulegt fjall fyrir ofan Skagaströnd. Það er bæjarfjall Skagstrendinga og fjöldi fólks nýtir sér það til útiveru, jaf

Aðrir (3)

Golfklúbbur Skagastrandar Höfði 545 Skagaströnd 892-5089
Harbour restaurant ehf. Hafnarlóð 7 545 Skagaströnd 555-0545
Hólanes veitingar ehf. Hólanesvegur 11, Kantrybaer 545 Skagaströnd 6912361