Í Hólaskógi eru afspyrnu falleg rjóður sem veita góð skjól fyrir tjöld og vagna. Ótal gönguleiðir eru um svæðið bæði fyrir vana og óvana.
Á tjaldstæðinu er salernisaðstaða með köldu og heitu vatni. Ekkert rafmagn er á tjaldstæðinu en það er einmitt ein af ástæðunum sem gerir þetta svæði eins sjarmerandi og raun ber vitni. Frábært svæði fyrir þá sem vilja ekta gamladags útilegu þar sem tengin við náttúruna er allsráðandi.
Um 25 mín akstur er í sundlaugina á Hofsósi, sem er margverðlaunuð fyrir hönnun auk þess að vera með einstakt útsýni yfir Skagafjörðinn.
ATH. Tjaldsvæðin á Sauðárkróki, Hofsós, Hólum og Varmahlíð eru í samstarfi þannig að hægt er að gista fyrstu nóttina á einhverju af þessum fjórum tjaldsvæðum og fá þá lægra verð næstu nótt á eftir á einhverju af hinum tjaldsvæðunum. Nauðsynlegt er að framvísu greiðslukvittun af fyrra tjaldsvæði.