Tjaldsvæðið í Varmahlíð hefur verið valið tjaldsvæði ársins samkvæmt vinum Floridana Safar á Facebook.
Friðsæll og skjólgóður staður með snyrtilegum salernum, heitu og köldu vatni og rafmagni. Þvottavél, þurrkari og sturta er einnig á staðnum. Stutt er í alls kyns afþreyingu. Á tjaldsvæðinu sjálfu er svokallaður Ærslabelgur þar sem tugir barna geta skemmt sér tímum saman. Tveir fótboltavellir eru við tjaldsvæðið og aðeins 250 m. ganga eftir fallegum skógarstíg að sundlaug sem skiptist í tvær laugar; 25 m. laug og 8 m. barnalaug með tveimur rennibrautum. Þar er einnig heitur pottur og sauna.
Upplýsingamiðstöð er í Varmahlíð þar sem hægt er að nálgast allar upplýsingar varðandi afþreyingu, gönguleiðir, þjónustu, söfn, kirkjur og fl.
ATH. Tjaldsvæði á Sauðárkróki, Hofsós, Hólum og Varmahlíð eru í samstarfi þannig að hægt er að gista fyrstu nóttina á einhverju af þessum þrem tjaldsvæðum og fá þá lægra verð næstu nótt á eftir á einhverju af hinum tjaldsvæðunum. Nauðsynlegt er að framvísu greiðslukvittun af fyrra tjaldsvæði.
Tjaldstæðið er opið yfir sumartímann frá miðjum maí fram í miðjan september.