Vaðlaheiðargöng eru veggöng undir Vaðlaheiði. Göngin eru um 7,2 km í bergi milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals og heildarlengd vegskála er 280 m, samtals eru göngin því um 7,5 km. Með þeim styttist vegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur um 16 km og ekki þarf lengur að aka um fjallveginn Víkurskarð þar sem vetrarfærð er oft erfið.
Vaðlaheiðargöng eru gjaldskyld, veggjaldið er greitt með skráningu á www.veggjald.is hægt er að greiða gjaldið 24
klst. fyrir eða eftir að ferð var farin í gegnum göngin. Ef ekið er í gegn án skráningar er rukkun send í heimabanka til eiganda/umráðamanns ökutækis ásamt innheimtugjaldi.