Hjalteyri
Hjalteyri er smáþorp á vesturströnd Eyjafjarðar. Þar var ein af aðalstöðvum síldveiða snemma á 20. öldinni. Í gömlu síldarverksmiðjunni fer nú fram mikil uppbygging þar eru haldnar listsýningar, þar er köfunarþjónusta, sútun, hákarlaverkun auk þess sem hópur áhugamanna um gamla bíla hefur haslað sér völl á Hjalteyri.