Húsavík
- Í Norðurþingi er gott að njóta lífsins
Húsavík er elsti bær á Íslandi ásamt því að vera stærsti bærinn í Þingeyjarsýslu. Bærinn er kallaður „höfuðborg hvalanna“ vegna þess að hann er þekktur fyrir hvalaskoðun á Skjálfandaflóa. Hægt er að finna 23 tegundir hvala, þar á meðal steypireyð, í flóanum og einnig er hægt að sjá stórar varpstöðvar lunda.
Á Hvalasafninu má sjá raunstærð hvala, þar sem meðal annars er 22 metra löng beinagrind af steypireyð til sýnis. Það eru nokkur hvalaskoðunarfyrirtæki á Húsavík sem sigla seglum þöndum í leit að þessum stórkostlegu dýrum á flóanum, en slíkt er upplifun sem engin ætti að missa af og gleymist aldrei. Heimsókn í Safnahúsið svíkur heldur engan, en þar er sjóminjasýning, sýning um mannlíf og náttúru í 100 ár, skjalasafn, myndasafn og sýningarsalur fyrir list þar sem eru rúllandi sýningar. Menningarlíf í þorpinu og nærsveitum er blómlegt og áhugamannaleikfélagið á staðnum er meðal þeirra bestu á landinu. Þá er einnig blómlegt tónlistarlíf í bænum.
Á Húsavík má finna allskonar gistiaðstöðu og veitingastaði. Einnig er þar bakarí, bruggverksmiðja og bar, tjaldsvæði, sundlaug, golfvöllur, skíðasvæði og góðar gönguleiðir. Nýlega opnuðu sjóböð á svæðinu sem bjóða upp á bað í heitu sjóvatni með ótrúlega fallegu útsýni yfir Skjálfanda. Flugvöllur er rétt fyrir utan bæinn og því auðvelt að komast á staðinn. Húsavík er hluti af Demantshringnum sjáðu hann hér www.demantshringurinn.is