Goðafoss
Laugar
Laugar í Reykjadal er þéttbýliskjarni sem hefur byggst upp á jarðhitasvæði. Á Laugum er löng og rík menntahefð. Þar er Framhaldsskólinn á Laugum og skólahald hefur verið samfleytt þar frá árinu 1925 þegar Alþýðuskóli Þingeyinga hóf göngu sína.
Á Laugum er miðstöð stjórnsýslu í Þingeyjarsveit og ýmis önnur þjónusta í boði, svo sem banki, verslun og veitingastaður. Á sumrin er starfrækt hótel og þar er fjöldi gistiheimila sem eru opin allt árið. Á Laugum er einnig tjaldsvæði, sundlaug og frábær aðstaða til íþróttaiðkunar.