Mývatnssveit - Jarðhræringar og sjálfbærni
Júlli leiðsögumaður er kominn í Mývatnssveit, þar sem ótrúlega margt er hægt að sjá og gera.
01.07.2020
Júlli leiðsögumaður er kominn í Mývatnssveit, þar sem ótrúlega margt er hægt að sjá og gera. Jarðahræringar hafa sett svip sinn á umhverfið og það sést svo glögglega víða, eins og Júlli segir frá. Hitinn sem stígur upp er nýttur til baða og fyrir orku, fuglalífið er stórkostlegt og mýið gefur góða vísbendingu um hversu mikið líf er í náttúrunni allt um kring.