Langanes og Bakkafjörður - Vitar og hreindýr
Júlli leiðsögumaður byrjar daginn á Þórshöfn og þræðir Langanes, alveg út að vitanum á Fonti. Hann verður orðlaus yfir náttúrunni á þessu magnaða nesi og gengur út á útsýnispallinn við Stóra-Karl. Dagurinn endar á Bakkafirði, þar sem Júlli kemst meðal annars í kynni við hreindýr!
Melrakkaslétta - Fuglaskoðun og Heimskautsgerði
Leiðsögumaðurinn Júlli er kominn á Melrakkasléttu. Þar er paradís fuglaskoðara, stórkostleg náttúra og nyrsti oddi landsins, sem er ekki Hraunhafnartangi eins og margir halda. Þar er einnig að finna eina merkilegustu mannanna smíð sem finna má á Íslandi, Heimskautsgerðið, sem allir ættu að sjá en okkar maður segir skemmtilega frá því.
Tjörnes og Ásbyrgi - Steingervingar og þjóðsögur
Júlli leiðsögumaður byrjar á Húsavík, þaðan sem hann fer fyrir Tjörnes og endar í Ásbyrgi. Stórfenglegur kraftur náttúrunnar er þar bersýnilegur, fuglalífið fjölskrúðugt og sögurnar margar. Júlli trúir á þjóðsögur, þær eru enda oft svolítið skemmtilegri en þær vísindalegu, þó þær síðarnefndu séu ekkert minna merkilegri.
Eyjafjörður og Húsavík - Hjörtu og róðrabretti
Júlli leiðsögumaður heldur áfram á Norðustrandarleið og er kominn inn á Akureyri, þar sem hann prófar þar róðrabretti á Pollinum. Skyldi hann geta staðið á höfðinu? Hann kíkir í Lystigarðinn, Listasafnið og listar upp hversu gaman það er að heimsækja Grenivík, áður en hann heldur til Húsavíkur. Sumarsólsetur við sjóböð er stórfenglegt!
Eyjafjörður - Böð og bjór
Áfram heldur leiðsögumaðurinn Júlli og nú er hann kominn í Eyjafjörð, nánar tiltekið á Árskógssand og Hauganes. Í þessum litlu sjávarþorpum eru líklega allir vel skrúbbaðir og hreinir, enda ekki annað hægt þegar svo auðvelt er að komast í frábær böð!
Fljótin og Eyjafjörður - Hrafna-Flóki og Síld
Júlli leiðsögumaður vaknar þennan daginn í Fljótunum og byrjar daginn svo við Siglufjörð. Hrafna-Flóki, síldarævintýri, tröllin í Ólafsfirði og náttúran í kringum Dalvík koma við sögu í dag, þegar Júlli ferðast um þennan hluta Norðurstrandarleiðar.
Skagafjörður - Hestar og víkingar
Áfram er Júlli leiðsögumaður á söguslóðum á Norðurstrandarleið, þegar hann skoðar Skagafjörð og fer meðfram strandlengjunni. Þar bregður hann sér í gervi víkinga, fer á hestbak og fer eins nálægt því að fara í sund eins og hægt var í byrjun mánaðar - semsagt bara alls ekki!
Skagi - Kálfshamarsvík og Selvík
Í dag er Júlli leiðsögumaður á söguslóðum Norðurstrandarleiðar, þegar hann fer fyrir Skaga og skoðar Kálfshamarsvík og Selvík sérstaklega.