Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Rabarbarahátíð í gamla bænum á Blönduósi

28. júní kl. 09:00-23:00

Hátíðin er matar- og skemmithátíð til heiðurs rabarabara og gamla bænum á Blönduósi.

Á hátíðinni verður uppskriftakeppni þar sem keppt verður í ýmsum flokkum sem tengjast rababara uppskriftum og verður sigurvegurum boðið að þróa vörur sína áfram í Vörusmiðju Biopol á Skagaströnd.

Boðið verður upp á fyrirlestra um sögu rabbarbarans á Íslandi og leyndardóma hans sem matjurtar.

Frætt verður um hvernig á að búa til rabbabaragarð, hvernig á að hugsa um garðinn og hægt verður að kaupa rabarbara rætur úr hinum fornu görðum sem eru í gamla bænum á Blönduósi.

Börnum og fullorðnum verða kennd handtökin við að taka upp rabarbara, en margir kunna ekki lengur að taka leggina rétt upp úr jörðinni, sem veldur því að rótin ber skaða af.

Farið verður í leiki sem verkmenn léku sér í áður fyrr í verum og kallast vermannaleikir.

Einnig verða vörukynningar, draugaganga, fuglaskoðun, sögugöngur, listasýnig, lifandi tónlist og margt fleira.

Sjón er sögu ríkari

GPS punktar

N65° 39' 33.577" W20° 18' 3.606"

Staðsetning

65.6599450726839, -20.300321887061095

Sími