Ísjaki í Eyjafirði
Borgarísjaki sást í Eyjafirði í gær, rétt norðaustan við Hrólfssker. Jakinn varð strax aðdráttarafl þeirra sem fóru í hvalaskoðun og vakti mikla athygli. Í frétt RÚV kemur fram að talið sé að jakinn sé um 20 metra hár, sem þýðir að hann gæti náð niður á allt að 200 metra dýpi.
27.09.2018
Borgarísjaki sást í Eyjafirði í gær, rétt norðaustan við Hrólfssker. Jakinn varð strax aðdráttarafl þeirra sem fóru í hvalaskoðun og vakti mikla athygli. Í frétt RÚV kemur fram að talið sé að jakinn sé um 20 metra hár, sem þýðir að hann gæti náð niður á allt að 200 metra dýpi.
Ljósmyndari Markaðsstofu Norðurlands, Rögnvaldur Már, dreif sig á vettvang í gær með hvalaskoðunarskipi frá Hauganesi og myndirnar má sjá hér að neðan.