Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Norðurhjarasvæði - Stöðugreining og aðgerðaáætlun

Í upphafi árs fékkst styrkur úr sóknarnáætlun Norðurlands eystra fyrir verkefni sem hafði það meginmarkmið að móta sameiginlega sýn Norðurhjarasvæðisins fyrir uppbyggingu í ferðaþjónustu. Farið var í greiningarvinnu og sett fram aðgerðaáætlun í samstarfi með Norðurþingi, Langanesbyggð, SSNE og ferðamálasamtökum Norðurhjara.

Í upphafi árs fékkst styrkur úr sóknaráætlun Norðurlands eystra fyrir verkefni sem hafði það meginmarkmið að móta sameiginlega sýn Norðurhjarasvæðisins fyrir uppbyggingu í ferðaþjónustu. Farið var í greiningarvinnu og sett fram aðgerðaáætlun í samstarfi með Norðurþingi, Langanesbyggð, SSNE og ferðamálasamtökum Norðurhjara.

Stöðugreining og aðgerðaáætlun veitir yfirsýn yfir stöðu og tækifæri svæðisins og leggur fram markvissar aðgerðir til að efla þróun og stýringu ferðaþjónustu. Í skjalinu eru dregnar fram áskoranir, tillögur að lausnum og skilgreiningar á hlutverkum hagaðila. Stöðugreiningin greinir auðlindir svæðisins og leggur grunn að sjálfbærri nýtingu þeirra, en aðgerðaáætlunin forgangsraðar aðgerðum til að styrkja innviði, bæta þjónustu og tryggja jákvæð áhrif ferðaþjónustu á íbúa og gesti.

MN_Lokaskjal_ okkar_áfangastaður_norðurhjari by Markaðsstofa Norðurlands