Uppskeruhátíð Markaðsstofu Norðurlands 2018
Skráning er hafin á Uppskeruhátíð Markaðsstofu Norðurlands. 2018
Hátíðin mun fara fram 18. október næstkomandi í Húnaþingi vestra. Þátttökumet hefur verið slegið seinustu ár og við gerum ekki ráð fyrir breytingu á því svo það stefnir í góða hátíð.
Skráningarfrestur rennur út 10. október næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá tilboð í gistingu á svæðinu.
Uppskeruhátíðin eru einungis fyrir samstarfsfyrirtæki MN. Kostnaður er 7.000kr per einstakling. Inn í gjaldinu er ferðalag dagsins, matur og drykkur að undanskildum drykkjum á lokahófi. Skráningargjald er innheimt 13. október og er ekki endurgreitt eftir það.
Ferðin frá Akureyri hefst við Hof og er lagt af stað stundvíslega klukkan 08:15. Fyrir þá sem ætla að keyra sjálfir þá er upphafstaður fyrir vestan Hótel Laugarbakki kl 11:00 og verður veislu dagskrá þar líka um kvöldið.
Ekki verður boðið upp á rútu eftir hátíð að þessu sinni en rútur fara daginn eftir klukkan 09:30 frá Hótel Laugarbakka og sækja svo gesti á Gauksmýri og Dæli.
Skráning fer fram á þessari síðu: www.nordurland.is/uppskera
Tilboð á gistingu:
Hótel Laugarbakki (öll herbergi með baði)
Bókun: hotel@laugarbakki.is
Eins manns herbergi isk 10.000,- nóttin með morgunmat
Tveggja manna herbergi isk 13.000,- nóttin með morgunmat
Gauksmýri
Bókun: gauksmyri@gauksmyri.is
SGL herbergi með baði á 9.000 kr, með morgunmat
DBL herbergi með baði á 11.000 kr, með morgunmat
Dæli
Bókun: daeli@daeli.is
SGL herbergi með baði, með morgunmat........................ 7.000 kr
DBL herbergi með baði, með morgunmat..................... 11.000 kr
Triple room með baði, með morgunmat.................... 16.500 kr
Ókeypis skutla frá gleðinni á Hótel Laugarbakka yfir á Dæli og Gauksmýri.