Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Útilistaverk sett upp á Norðurstrandarleið

Í byrjun ágúst voru sett upp þrjú listaverk á Norðurstrandarleið, sem hluti af því að efla enn frekar áhuga og kynningu á leiðinni. Hér á Íslandi og erlendis er leiðin orðin vel þekkt og dregur að sér ferðamenn, sem vilja ferðast utan alfaraleiðar, fara hægar yfir og dvelja lengur á því svæði sem leiðin nær yfir.
Í byrjun ágúst voru sett upp þrjú listaverk á Norðurstrandarleið, sem hluti af því að efla enn frekar áhuga og kynningu á leiðinni. Hér á Íslandi og erlendis er leiðin orðin vel þekkt og dregur að sér ferðamenn, sem vilja ferðast utan alfaraleiðar, fara hægar yfir og dvelja lengur á því svæði sem leiðin nær yfir.
 
Á árinu var ákveðið að ráðast í þetta verkefni, að setja upp listaverk á völdum stöðum á Norðurlandi. Listaverkin voru unnin af hópi listafólks frá Úkraínu sem kallar sig UNDRUN/Dyvyna DECOR, en þau hafa reynslu af því að vinna sambærileg verkefni á Íslandi.
 
Við hönnun listaverkanna var litið til sagnaarfs svæðisins og áherslur Norðurstrandarleiðar. Á Sauðárkrók var settur upp hestur, myndarammi með Þórdísi spákonu er kominn upp á Skagaströnd og á Hvammstanga má finna sel í fjörunni .
 
Verkefnið var unnið í samstarfi við Ferðamálasamtök Norðurlands vestra, með styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.