Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Dalvíkurbyggð

Dalvíkurbyggð

Verkefni 1: Útsýnispallur í Múla

Hönnun og smíði útsýnispalls og bílastæðis. Vegur að útsýnispalli. Markmið verkefnisins er að bæta aðgengi og aðstöðu svo gestir og heimamenn geti staldrað við og notið miðnætursólarinnar, útsýnisins og norðurljósa. Einnig að stuðla að öryggi ferðamanna sem þarna stoppa, eins og þetta er núna þá skapast mikill hætta fyrir þá sem þarna stoppa.
Helstu verkþættir: 1) Hönnun og smíði útsýnispalls og bílastæðis. 2) Vegur að útsýnispalli. 3)Hönnun á skiltum og kynningarefni.

Verkefni 2: Strandlengja innan þéttbýlis á Dalvík

Markmiðið er að gera útivistarsvæði aðgengilegra og öruggara fyrir gesti, gera sandinn þannig að hægt sé að ganga hann á flóði og fjöru.
Helstu verkliðir: Hönnun á skiltum og kynningarefni.

Verkefni 3: Gamla bryggjan á Hauganesi

Endurbygging gömlu bryggjunnar á Hauganesi, ásamt umhverfinu í kringum hana. Markmiðið er að gera svæðið öruggara og meira aðlaðandi fyrir gesti.
Helstu verkliðir: Hönnun og smíði.

Verkefni 4: Göngubrú í Friðlandi Svarfdæla

Markmiðið með verkefninu er að tengja saman gönguleið sem myndar hring um Friðland Svarfdæla. Með því væri hægt að gera svæðið ennþá meira aðlaðandi fyrir heimamenn og gesti. Helstu verkliðir: Hönnun á göngubrú, undirbúningsvinna fyrir framkvæmdir, smíði á brú.

Verkefni 5: Hafnarbakkinn neðan við Kaupfélagið á Dalvík

Lagfæring á hafnarbakkanum neðan við kaupfélagið á Dalvík, miðsvæðis í byggðarkjarnanum, með það að markmiði að búa til öruggan áningarstað miðsvæðis á Dalvík með útsýni yfir hafnarsvæðið.
Helstu verkliðir: Að útbúa stalla/tröppugang í kaupfélagsbrekkunni.