Svalbarðsstrandarhreppur
Verkefni 1: Hjóla- og göngustígur I hluti
Markmið verkefnisins er bætt umferðaröryggi. Heitu vatni komið frá Vaðlaheiðargöngum að Skógarböðum og sveitarfélagið ætlar að nýta þá framkvæmd til að leggja löngu tímabæran göngu og hjólastíg innan sveitarfélagsins.
Helstu verkliðir: Hönnun, samningar við landeigendur, fullnaðarhönnun og fjárhagsáætlun auk fjármögnunar. Framkvæmdaáætlun og samningar við verktaka. Efnisöflun, grisjun skógar, lagning heitavatnslagna og lagning göngu- og hjólastígs ofan á lagnirnar. Nú þegar er búið að vinna forhönnun, ná samningum við landeigendur og verkefnið komið á lista Vegagerðar. Eftir er að vinna fullnaðarhönnun, fjárhagsáætlun og skiptingu milli aðila og fjármagna hluta sveitarfélagsins.
Verkefni 2: Áningarstaðir á göngu- og hjólastíg I og II hluta
Áningarstaðir á hjóla- og göngustíg á hluta I og hluta II, upplýsingar um svæðið, örnefni, sögu, skóg og íbúa, búskap og atvinnuhætti, leiðin frá hreppsmörkum í suðri að hreppsmörkum í norðri. Gert er ráð fyrir að á áningarstöðum á göngu- og hjólastíg verði útilistaverkum komið fyrir og leitast við að hafa þau gagnvirk og búa þannig til aðdráttarafl fyrir gesti sem eiga leið um ströndina og tengja listaverkin við starfsemi Safnasafnsins.
Helstu verkliðir: Hönnun, fjárhagsáætlun, samningar við verktaka og framkvæmd.
Verkefni 3: Göngu- og hjólastígur II hluti
Markmið verkefnisins er bætt umferðaröryggi. Hönnun göngu- og hjólastígs II hluti frá Vaðlaheiðargöngum að hreppsmörkum í norðri.
Helstu verkliðir: Samningar við landeigendur, frumhönnun og svo fullnaðarhönnun, fjárhagsáætlun og fjármögnun.
Verkefni 4: Gönguleiðir í Vaðlaheiði og á Svalbarðseyri
Kortleggja helstu gönguleiðir í Vaðlaheiði, hnitsetja og gera aðgengilegar fyrir ferðamenn. Lengd og helstu áskoranir göngumanna kortlagðar. Sama verkefni fyrir gönguleiðir á Svalbarðseyri.
Helstu verkliðir: Kortlagning gönguleiða í Vaðlaheiði setja upp tröppur yfir girðingar, bekki/tunnur við áningarstaði í upphafi og lok gönguleiða. Kortlagning gönguleiða á Svalbarðseyri, áningarstaðir útbúnir með bekkjum og ruslatunnum auk upplýsingaskilta.
Verkefni 5: Útsýnispallur
Markmið verkefnisins er að ferðamenn hafi gott aðgengi að útsýnispalli og þjónustusvæði, með nægum bílastæðum, sem tryggir öryggi þeirra fyrir umferð á þjóðvegi. Á slíku þjónustusvæði geti ferðamenn nálgast upplýsingar um svæðið, nýtt sér salernisaðstöðu og notið náttúru og útsýnis á öruggan hátt.
Helstu verkliðir: Hönnun útsýnispalls, efnisöflun, samningar við landeiganda, framkvæmd: gatnagerð, bygging þjónustuhúss.