Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Þingeyjarsveit

Þingeyjarsveit

Verkefni 1: Þeistareykir

Hefja framkvæmdir samkvæmt deiliskipulagi sem klárað var vorið 2024. Meginmarkmið er að vernda hverasvæðið en jafnframt auðvelda aðgengi ferðafólks að svæðinu. Fyrsti áfangi er lagning stíga um hverasvæðið og bílaplan.
Helstu verkliðir
: Lagning stíga, gerð bílaplans og merkinga.

Verkefni 2: Höfði Mývatnssveit

Viðhald og endurnýjun göngustíga og öryggismál við Höfða í Mývatnssveit. Markmið verkefnisins er lágmarka ágang ferðamanna utan merktra gönguleiða með því að bera möl í stíga og afmarka gönguleiðir með böndum. Þá verður sérstaklega hugað að aðgengi fyrir alla.
Helstu verkliðir: Setja nýtt efni í stíga. Endurnýja og bæta við böndum meðfram stígum til að afmarka gönguleiðir.

Verkefni 3: Göngu- og hjólreiðastígur umhverfis Mývatn

Markmið verkefnisins er að halda áfram með göngu- og hjólreiðastíg umhverfis Mývatn með áherslu á að tengja stíginn við helstu ferðamannastaði og hótel. Framkvæmt verður eftir fyrirliggjandi hönnun og skipulagi með sérstaka áherslu á að klára stíginn að Álftagerði í þessum áfanga.
Helstu verkliðir: Finna heildstæðar lausnir á brúarmálum, gerð lagning fjögurra brúa yfir læki og ár. Uppbygging og frágangur á stígnum fram að Álftagerði.

Verkefni 4: Végeirsstaðaskógur

Opnun Végeirsstaðaskógar sem áningarstaðar á Norðurstrandarleið. Leitað hefur verið til arkitekts og landslagsarkitekts um hönnun svæðisins. Dregnar verða upp línur fyrir landið í heild og mótuð heildarsýn á skóginn sem fræðslu- og áningarstað. Áhersla verður lögð á útfærslu anddyris svæðisins, mótun bílastæða og frágang í kringum tjörnina syðst á svæðinu. Hannaðar verða flatir til leikja og hvíldar í rjóðrum í skóginum, teiknaðir stígar, hjólaleiðir o.fl.
Helstu verkliðir: Í áfanga I verður svæðið hannað og það undirbúið undir frekari framkvæmdir í áfanga II. Ef styrkur fæst verða tveir arkitektar (arkitekt og landslagsarkitekt) ráðnir til að hanna svæðið sem áhugaverðan áningarstað fyrir ferðamenn á Norðurstrandarleið. Vanda þarf aðkomu frá þjóðvegi inn á svæðið (anddyri) svo og frágang bílastæða og umhverfi tjarnar sem er syðst á svæðinu og leggja þangað vatnsveitu svo ferðamenn geti sótt gott drykkjarvatn.

Verkefni 5: Aldeyjarfoss og Hrafnabjargafoss

Aðgengi að Aldeyjarfossi og Hrafnabjargafossi, lagning stíga og lagfæring vega að fossunum, merkingar og aðstaða fyrir ferðamenn o.fl. Markmið verkefnisins er áframhaldandi uppbygging við Aldeyjarfoss og Hrafnabjargafoss, bætt aðgengi og öryggi ásamt því að vernda svæðið.
Helstu verkliðir: Lagning stíga, lagfæring vega, merkingar og aðstöðuuppbygging.