Kveðja frá MN vegna Uppskeruhátíðar
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, sendir kveðju til samstarfsfyrirtækja MN í tilefni þess að í dag hefði Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi verið haldin venju samkvæmt.
„Í dag, 15. október, hefðum við haldið Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi eins og við höfum gert á hverju ári síðan 2004. Það er augljóst að við erum ekki á ferðalagi um Norðurhjarasvæðið, eins og upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Allir vita hvers vegna, en okkur langaði engu að síður að fagna þeim árangri sem hefur náðst í ár þrátt fyrir að það hafi verið erfitt,“ segir Arnheiður meðal annars í kveðjunni.
„Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með ferðaþjónustunni á þessu ári, þessa þrautseigju, bjartsýni og þennan kraft sem hefur skilað sér þrátt fyrir mikla baráttu og erfiða tíma. Við verðum að komast í gegnum þennan vetur og halda í þessa bjartsýni, það eru nýjar áskoranir framundan og ný tækifæri,“ segir Arnheiður jafnframt.
Kveðjuna má sjá í heild sinni hér að neðan.