Samantekt frá vinnustofu og fundi
Fundurinn „Íslendingar stefna norður“ var haldinn á miðvikudaginn síðastliðinn, en hann fór fram á fjarfundarforritinu Zoom. Góð mæting var á fundinn og sömuleiðis voru bæði þátttaka og umræður í vinnustofum í kjölfar fyrirlestra með besta móti. Hér að neðst má sjá upptöku frá fundinum.
Hér má skoða glærur frá Arnheiði Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra MN og Birni H. Reynissyni, verkefnastjóra hjá MN. Þau ræddu um tölfræði íslenskra ferðamanna á Norðurlandi, markaðsáherslur og markaðsaðgerðir.
Hér má skoða glærur frá Oddnýju Þóru Óladóttur, hjá Ferðamálastofu Íslands, sem fór yfir niðurstöður Gallup könnunar um rekstur ferðaþjónustu sumarið 2020.
Í samantekt á þeim punktum sem komu fram í vinnustofunum sést vel að auglýsingar og kynningarefni á samfélagsmiðlum virkaði vel til að ná til íslenskra ferðamanna. Mörg fyrirtæki brugðust við breyttum þörfum Íslendinga sem virtust að miklu leyti ferðast í hópum, fjölskyldur eða vinir voru mikið saman og því hentuðu aðrir pakkar betur en þeir sem hefur verið beint að erlendum ferðamönnum. Opnunartími breyttist einnig, var bæði styttur eða gerður sveigjanlegri.
Þetta og fleira má lesa um í samantektinni, smelltu hér til að skoða hana.