Samstaða um markaðsmál - Fundaröð í mars og apríl
Markaðsstofa Norðurlands býður uppá fundi víðsvegar um Norðurland frá 18. mars - 29. apríl 2025.
Yfirskrift fundanna er Samstaða um markaðsmál og hvetjum við öll sem áhuga hafa á ferðaþjónustu og markaðsmálum að koma og eiga við okkur spjall.
Einnig verður farið yfir ýmis verkefni MN og skerpt á mikilvægustu áherslum norðlenskrar ferðaþjónustu.
Hittumst, ræðum það sem helst brennur á í norðlenskri ferðaþjónustu og stillum saman strengi. Sveitarstjórnarfólk er sérstaklega hvatt til að mæta á fundina, sem og allir sem hafa áhuga á ferðaþjónustu.
Tímasetning allra funda er kl.11:30-13:00, nema á Þórshöfn.
Mikilvægt er að skrá sig hér að neðan, til að hægt sé að áætla fjölda þeirra sem mæta á hvern fund.
Ath: Fundargestir greiða fyrir sig í mat á hverjum stað, verðin eru misjöfn og sömuleiðis það sem boðið er upp á. Vinsamlegast takið fram í athugasemdum ef séróskir eru með mat.
- 18.mars - Greifinn á Akureyri
- 19.mars - Hótel Varmahlíð
- 26.mars - B&S á Blönduósi
- 27.mars - Sel Hótel Mývatn
- 31.mars - Holtið á Þórshöfn kl.12:30-14:00
- 14.apríl - Húsavík
- 15.apríl - Kaffihús Bakkabræðra á Dalvík
- 28.apríl - Hótel Laugarbakki
- 29.apríl - Siglunes á Siglufirði