Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Stafræn markaðssetning og hagnýting gervigreindar í ferðaþjónustu

    Fólk í ferðaþjónustu á Norðurlandi er boðið velkomið á fundi um stafræna markaðssetningu og hagnýtingu gervigreindar í ferðaþjónustu, dagana 9. og 10. apríl á Húsavík og Sauðárkróki. Að fundunum standa Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Markaðsstofa Norðurlands og Samtök ferðaþjónustunnar.

    Fólk í ferðaþjónustu á Norðurlandi er boðið velkomið á fundi um stafræna markaðssetningu og hagnýtingu gervigreindar í ferðaþjónustu, dagana 9. og 10. apríl á Húsavík og Sauðárkróki. Að fundunum standa Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Markaðsstofa Norðurlands og Samtök ferðaþjónustunnar í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar og samtök sveitarfélaga á Norðurlandi.

    Í heimi þar sem tækniþróun er hraðari en nokkru sinni fyrr, er nauðsynlegt fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu að tileinka sér stafrænar lausnir til að halda í við samkeppnina og mæta væntingum viðskiptavina. Stafræn markaðssetning og gervigreind eru lykilþættir sem geta hjálpað fyrirtækjum að ná betri árangri, auka sýnileika og bæta þjónustu við viðskiptavini.

    Fundirnir eru opnir öllum og aðgangur er frír.

    Miðvikudaginn 9. apríl á Fosshótel Húsavík kl. 11:00 - 14:00

    Fundarstjóri er Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, verkefnastjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra


    Skráning á fundinn á Húsavík er hér.

    Fimmtudaginn 10. apríl á Hótel Tindastóli, Sauðárkrók kl. 11:00 - 14:00

    Fundarstjóri er Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra


    Skráning á fundinn á Sauðárkróki er hér.

    Dagskrá beggja funda er eins:

    • Með nýjan starfsmann í vasanum
      • Þóranna Kristín Jónsdóttir, Markaðsráðgjafi og AI leiðbeinandi
    • Snjöll ferðaþjónusta - Ferðapúlsinn og aðrar stafrænar lausnir frá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar
      • Ólína Laxdal og Sólveig Nikulásdóttir, sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar
    • Stafræna heimilisfangið - Mikilvægi vefsíðu fyrirtækisins og samspil við samfélagsmiðla
      • Rögnvaldur Már Helgason, verkefnastjóri upplýsingaþjónustu, útgáfu og almannatengsla hjá Markaðsstofu Norðurlands
    • Stafræn markaðssetning - Að nýta stafræna þjónustu í raunveruleikanum
      • Baldvin Esra Einarsson, framkvæmdastjóri SagaTravel
    • Létt hádegishressing og spjall
    • Gervigreind í ferðaþjónustu - Hvað er að virka og hvað ekki?
      • Tryggvi Freyr Elínarson, þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá Datera
    • Kynning hugbúnaðarlausna fyrir ferðaþjónustu
      • Keeps – Content Management System - Hvernig getum við selt meira með notkun myndefnis og upplýsinga?
        • Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Keeps ehf. – Content Management System
      • Liva bókunarlausn - Er bókunarkerfi þitt að vinna með þér eða gegn þér?
        • Kristján Aðalsteinsson, ráðgjafi hjá Hugbúnaðarlausnum Advania