Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Verkefnastjóri áfangastaðaþróunar

Langar þig að þróa spennandi áfangastað með öflugu teymi Markaðsstofu Norðurlands? Ert þú skapandi einstaklingur með mikla skipulagshæfileika, framsýni og góðar hugmyndir? Við leitum að verkefnastjóra áfangastaðaþróunar.
Markaðsstofa Norðurlands - Áfangastaðastofa
Markaðsstofa Norðurlands - Áfangastaðastofa

Langar þig að þróa spennandi áfangastað með öflugu teymi Markaðsstofu Norðurlands? Ert þú skapandi einstaklingur með mikla skipulagshæfileika, framsýni og góðar hugmyndir?

Við leitum að verkefnastjóra áfangastaðaþróunar.

Verkefnastjóri vinnur í nánu samstarfi við ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög á öllu Norðurlandi að þróun og uppbyggingu áfangastaðarins og þarf að hafa brennandi áhuga og góða þekkingu á markaðsmálum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Framkvæmd og innleiðing áfangastaðaáætlunar
Stefnumótun, vöruþróun og nýsköpun í samstarfi við ferðaþjónustuna
Þarfagreining rannsókna og úrvinnsla gagna
Mat á fræðsluþörf, miðlun upplýsinga og handleiðsla
Þróun á sjálfbærri ferðaþjónustu og innleiðing nýrra verkefna
Samskipti við áfangastaðastofur um allt land, ferðaþjónustuna, sveitarfélög og stoðkerfi
 
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Reynsla og þekking á verkefnastjórnun, áætlanagerð og greiningu gagna
Reynsla og þekking á markaðsmálum er nauðsyn
Þekking á Norðurlandi og ferðaþjónustu
Góð samskiptahæfni og skipuleg vinnubrögð
Starfið krefst ferðalaga, sjálfstæðra vinnubragða og sveigjanlegs vinnutíma