Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

#AskGudmundur

Áfangastaðurinn Ísland - Upplýsingafundir 21. maí á Húsavík og Akureyri

Markaðssetning viðhorf og samstarf. Íslandsstofa og Markaðsstofa Norðurlands boða til upplýsingafunda um samstarf og markaðssetningu áfangastaðarins Íslands. Á fundunum mun Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður, ferðaþjónustu og skapandi greina, fara yfir hvernig verið er að vinna markaðsstarfið á erlendum mörkuðum á þessu ári ásamt því að ný herferð Ísland – allt árið verður kynnt. Farið verður einnig stuttlega yfir nýja viðhorfs- og vitundarannsókn um Ísland. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, mun kynna áherslur markaðsstofunnar í markaðssetningu og samstarfi. Í lok fundar gefst tími til umræðna.
#Nonnahús

Móttaka og kynning á söfnum Safnaklasa Eyjafjarðar í Hofi

Móttaka og kynning á söfnum Safnaklasans í Hofi Í tengslum við opnun á sameiginlegri sýningu safnanna í Eyjafirði í Menningarhúsinu Hofi er ferðaþjónustuaðilum boðið á kynningu á söfnunum í Hofi miðvikudaginn 13. maí n.k. milli kl. 16-18.
Flugklasinn Air 66N

Fréttatilkynning - Þingmannafundur um flugmál 08.04.15

Í gær var haldinn fundur um 65 sveitarstjórnarmanna og þingmanna á Akureyri um opnun fleiri gátta inn í landið fyrir erlenda ferðamenn. Á fundinum kom fram mikill einhugur meðal fundarmanna um mikilvægi þess að opna fleiri gáttir inn í landið. Mikil samstaða var einnig um að aðkoma heimamanna væri nauðsynleg í vinnunni. Skipun starfshóps á vegum forsætisráðuneytisins var fagnað, en jafnframt lögð áhersla á að út úr vinnunni komu haldbær gögn og ákvarðanataka stjórnvalda í kjölfarið.
Ski Iceland 5x5 ferð

Fréttaskot 31.3.15

Ski Iceland Markaðsstofan hefur stýrt verkefni með skíðasvæðum Íslands sem staðsett eru á Norðurlandi undanfarin misseri. Samstarfið hefur gegnið vel og mikill erill var í skíðatengdri kynningu nú upp á síðkastið. Ski Iceland(www.skiiceland.is) klasinn tók þátt í Vestnorden, Mannamótum og Mid Atlantic.
Stefnumótun SAF

Fundur um mótun stefnu og framtíðarsýnar í íslenskri ferðaþjónustu

Markaðsstofa Norðurlands, í samvinnu við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og Samtök ferðaþjónustunnar, boðar til funda um mótun stefnu og framtíðarsýnar í íslenskri ferðaþjónustu.
MATUR-INN

MATUR-INN North Iceland Food Festival

Sýningin MATUR-INN 2015 í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 17. og 18. október 2015 Sýningin er haldin annaðhvert ár og var aðsóknarmet sett árið 2013 þegar 13-15 þúsund gestir heimsóttu sýninguna. Fáir viðburðir eru fjölsóttari á Norðurlandi og laðar sýningin einnig að sér gesti víða að af landinu. Skráning er nú hafin.
Visit North Iceland

MN fundur 24. febrúar næstkomandi skráning hér

Markaðsstofu fundur þriðjudaginn 24. febrúar 2015 á Hótel KEA klukkan 10:30 og stendur til 12:30. Súpa og kaffi 1.500 kr. Dagskrá fundarins er fjölbreytt eins og sjá má: Arnheiður Jóhannsdóttir fer yfir stöðu mála í Birding Iceland fugla klasanum. Gunnar I. Gunnsteinsson framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar heldur erindi um samvinnu MAk og ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. Skráning hér http://www.nordurland.is/is/markadsstofan/frettir-af-innra-starfi/skraning-a-fund-mn-24-02-15
Fyrsti stjörnuflokkaði gististaðurinn í Vakann

Fyrsti stjörnuflokkaði gististaðurinn í VAKANN!

Hótel Rauðaskriða fékk s.l.föstudag VAKA viðurkenningu sína afhenta, fyrst allra gististaða eftir að gistihlutinn var innleiddur í gæða- og umhverfiskerfið. Ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir afhenti eigendum viðurkenninguna á ferðakaupstefnunni Mid-Atlantic. Hótel Rauðaskriða flokkast sem þriggja stjörnu hótel samkvæmt gæðaviðmiðum þeim sem unnið er eftir og sem taka mið af viðmiðum hotelstars í Evrópu.
Vakinn

Námskeið um innleiðingu VAKANS á Norðurlandi vestra

Þá er komið að því að námskeið um innleiðingu Vakans hefjast á Norðurlandi vestra. Eins og áður hefst vinnan á kynningarfundi þar sem farið er yfir um hvað Vakinn snýst og hvernig námskeiðin verða byggð upp. Ferðamálasamtök Norðurlands vestra setja upp þessi námskeið og halda utanum vinnuna við þau.
Vakinn

Vakinn námskeið á Norðurlandi

Ferðamálasamtök Norðurlands Eystra í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og ráðgjafa SÍMEY boða til kynningarfunda vegna námskeiða í innleiðingu Vakans, gæðakerfis í ferðaþjónustu.
Fjölmennum á Mannamót 2015

Mannamót 2015 skráning er hafin

Markaðsstofur landshlutanna efna til Mannamóts 2015, þann 22. Janúar n.k. Meðfylgjandi eru upplýsingar um Mannamótið. Um er að ræða stefnumót þátttökuaðila í markaðsstofunum við ferðasöluaðila á Höfuðborgarsvæðinu. Endilega kynnið ykkur þennan viðburð og hafið samband ef spurningar vakna.
Norðurland

Upplifðu Norðurland

Norðurland er stór og hrífandi landshluti og þar má finna allt sem gerir Ísland að eftirsóttum stað: Menningu og blómlegt mannlíf, óendanlega möguleika til útivistar og afþreyingar, stórbrotna náttúru til sjávar og sveita og fleiri náttúruperlur en víðast er að finna.