Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Arctic Coast Way fær íslenskt nafn

Fyrr í sumar var óskað eftir tillögum að íslensku nafni á verkefnið Arctic Coast Way. Fjölmargar tillögur bárust og nú hefur verið ákveðið að íslenska heitið verður „Norðurstrandarleið.“

Dagskrá Iceland Airwaves á Akureyri tilbúin

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður nú haldin bæði í Reykjavík og á Akureyri í fyrsta skipti. Skipuleggjendur hátíðarinnar ákváðu að færa út kvíarnar og bjóða upp á tónleika á Akureyri, en fjölmargir listamenn munu koma þar fram.

Málstofa í Hofi um ábyrga ferðaþjónustu

Í tengslum við verkefnið „Ábyrg ferðaþjónusta" verður haldin málstofa í Hamraborg í Hofi þann 8. september næstkomandi, klukkan 14-16.

Bongóblíða í september

Útlit er fyrir að komandi helgi verði veðursæl á Norðurlandi, ef marka má veðurspá frá Veðurstofu Íslands.

Nýtt kynningarmyndband fyrir Norðurland

Í sumar hefur Markaðsstofan unnið hörðum höndum að því að setja saman kynningarmyndband um Norðurland, sem sýnir allt það helsta sem er í boði í ferðaþjónustu í landshlutanum. Myndbandið var unnið í samstarfi við Tjarnargötuna og fyrirtæki á Norðurlandi.

Mikill áhugi á Norðurlandi á Birdfair

Dagana 18. – 20. ágúst tók Markaðsstofan þátt í sýningunni The British Birdwatching Fair í Rutland, Bretlandi. Þetta var í 4 skipti sem MN tekur þátt í sýningunni og stefnt er að halda því áfram.
Norðurljós yfir Eyjafirði.

Fljúga beint til Akureyrar frá Bretlandi

Breska ferðaskrifstofan Super Break mun á næstu dögum hefja sölu á ferðum til Norðurlands með beinu flugi frá Bretlandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem boðið verður upp á beint flug til Akureyrar frá Bretlandi, en flogið verður alls átta sinnum frá átta mismunandi flugvöllum víðsvegar um Bretland. Þeirra á meðal eru Newcastle, Liverpool, Leeds, Bradford og Bournemouth. Samtals verður pláss fyrir um 1500 farþega í þessum ferðum.

Sköpum ný tækifæri saman

Ánægðir ferðamenn hafa jákvæð áhrif á orðspor og ímynd landsins til lengri tíma. Það er mikilvægt að…

Ferðamenn hvattir til að ferðast um Ísland á ábyrgan hátt

Sumarherferð markaðsverkefnisins Inspired by Iceland er hafin þar sem aðaláherslan er að hvetja ferðamenn til að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Það er gert með því að samþykkja loforð sem kallast „The Icelandic Pledge“ á vef Inspired by Iceland.
Frá fyrsta fundi stýrihóps Arctic Coast Way eftir stækkun.

11 nýir í stýrihóp fyrir Arctic Coast Way

Stýrihópurinn fyrir verkefnið Arctic Coast Way hefur nú verið stækkaður, úr 7 meðlimum í 17 meðlimi. Annar áfangi verkefnisins er hafinn, en umsóknir í ýmsa sjóði um aukið fjármagn báru árangur. Meðlimir í stýrihópnum koma nú frá öllum þeim svæðum sem ferðamannavegurinn nær til og þeir starfa á mörgum sviðum sem snerta verkefnið.

Málþing um sjókvíaeldi í Ólafsfirði

Fjallabyggð stendur fyrir málþingi um sjókvíaeldi. Málþingið verður haldið í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði föstudaginn 30. júní 2017 frá kl. 13:00 – 17:00.

Hæfilegur fjöldi ferðamanna yfir sumartímann

Meirihluti íbúa í Eyjafirði telur að ferðamenn í þeirra heimabyggð séu hæfilega margir yfir sumartímann en heldur fáir á veturna. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar „Eyfirðingurinn í hnotskurn“ sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri gerði á Eyjafjarðarsvæðinu.