Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Local Food Festival

Local Food Festival

Local Food sýningin verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 17. október næstkomandi. Þetta er stærsti viðburður sinnar tegundar á landinu. Local food sýningin verður haldin annað hvert ár og tekur við af sýningunni Matur-Inn, en þá sýningu sóttu um 13-15 þúsund gestir þegar hún var haldin síðast árið 2013.
www.rmf.is

Innsýn í gerð nýrra ferðaþjónustureikninga fyrir Ísland

„ Innsýn í gerð nýrra ferðaþjónustureikninga fyrir Ísland“ fundurinn verður haldinn mánudaginn 5. október kl. 15 Lögbergi í stofu 101 við Háskóla Íslands.
Uppskeruhátíð 2014

Fréttaskot 15.9.2015

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi 2015. Hátíðin mun fara fram 8. október næstkomandi á Húsavík og Þingeyjarsveit. Á næstu dögum sendum við út skráningarform sem þarf að fylla út ásamt tilboðum í gistingu. Þátttökumet hefur verið slegið seinustu ár og við gerum ekki ráð fyrir breytingu á því svo það stefnir í góða hátíð.
Göngustígagerð, Dimmuborgir

Dimmuborgir með bestu göngustíga Íslands

Fyrr í sumar efndi Floridana til leiks á Facebook þar sem fólk var beðið um að koma með tillögur að bestu göngustígum Íslands. Miðað var við stíga sem tekur minna en þrjár stundir að ganga. Dimmuborgir í Mývatnssveit hlaut flestar tilnefningar.
Eden

Skagafjörður gæðaáfangastaður EDEN 2015 - Matarkistan ruddi veginn

Ferðamálastofa er fyrir Íslands hönd aðili að Evrópska EDEN-verkefninu, sem stendur fyrir „European Destination of Excellence“. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum Evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta, áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni.
Local Food Festival

Fréttaskot 2.7.15

Akureyri valinn topp áfangstaður í Evrópu í sumar af Lonely Planet Lonely Planet valdi Akureyri sem topp áfangastað í Evrópu í sumar. Með því að velja Akureyri er verið að vísa í allt það sem er hér í boði og nær umhverfi Akureyrar spilar þar stóran hluta. Náttúruperlur í allar áttir, þjónusta og menning gera það að verkum að svona viðurkenning hlotnast. Til hamingju allir á Norðurlandi sem hafa tekið að sér að gera svæðið að topp áfangastað.
Akureyrarflugvöllur

Ótvíræður ávinningur af millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ríkið ætlar að liðka til fyrir millilandaflugi frá Egilsstöðum og Akureyri með því að fella niður gjöld á flugfélög fyrstu tvö árin og aðstoða við markaðssetningu svæðanna með fjárframlögum. Þetta staðfestir Matthías Imsland, formaður starfshóps sem kannar möguleika á millilandaflugi frá landsbyggðunum. Tekjur hins opinbera af millilandafluginu yrðu nærri 1,3 milljörðum króna árlega.
Akureyri höfuðborg Norðursins

Akureyri höfuðborg Norðursins hefur verið valin besti áfangastaðurinn af Lonely Planet

Ferðavefurinn Lonely Planet sendi í dag frá sér lista yfir tíu bestu áfangastaðina í Evrópu í sumar og er það höfuðborg Norðurlands, Akureyri, sem toppar listann í ár. Í öðru sæti er þýska borgin Leipzig og í því þriðja Asóreyjar undan ströndum Portúgal.
#lundi

Fréttaskot 9.6.15

Vinnustofa á Akureyri með þýskum ferðaskrifstofum 18. júní. Við minnum samstarfsfyrirtæki Markaðsstofunnar á vinnustofuna 18. júní næstkomandi klukkan 16:00-18:00 á efri hæð Greifans. Fyrirkomulagið er einfalt, hver og einn fær eitt borð til þess að geyma bæklinga og annað efni.
Háskólinn á Akureyri

Málþing um AR tölvutækni sem nýtist í kennslu og upplýsingamiðlun

Háskólinn á Akureyri tekur þátt í EEA verkefni sem snýst um Augmented reality (AR) eða aukinn veruleika. Um er að ræðatölvutækni sem hefur verið að ryðja sér til rúms víða erlendis m.a. í kennslu, ferðaþjónustu og hjá fyrirtækjum. AR býður upp ýmislegt umfram QR kóðann, sem dæmi má nefna þrívíddarhreyfimyndir. Tæknin getur nýst á ýmsa vegu en í stuttu máli gengur hún út á að hlaða niður appi í snjalltæki sem síðan lífgar við texta eða myndir.
Stjórn og starfsfólk MN 2015-2016

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands haldinn 22. maí 2015

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands var haldinn 22. maí 2015 kl 13-15 á Hótel KEA. Dagskrá var samkvæmt skipulagsskrá. Á vef MN er að finna kynningar á starfinu 2014 og kynningu á starfi flugklasans Air 66N sem farið var yfir á fundinum.
#NorthIceland

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands verður haldinn 22. maí

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands verður haldinn föstudaginn 22. maí nk. kl 13-15 á Hótel KEA Akureyri. Dagskrá aðalfundar verður skv skipulagsskrá: Skýrsla stjórnar Afgreiðsla ársreiknings Afgreiðsla fjárhagsáætlunar Stjórnarkjör Kjör endurskoðenda Starfsreglur stjórnar Önnur mál