Demantshringurinn formlega opnaður
ATH: VIÐBURÐINUM HEFUR VERIÐ FRESTAÐ ÓTÍMABUNDIÐ. SJÁ NÁNAR HÉR.
Formleg opnun Demantshringsins verður á laugardaginn næsta, 22. ágúst. Demantshringurinn er stórkostlegur 250 kílómetra langur hringvegur á Norðurlandi, en þar er að finna magnaðar náttúruperlur og skemmtilega afþreyingu.
Markaðsstofa Norðurlands hvetur sérstaklega fólk í ferðaþjónustu til að koma á viðburðinn, sem hefst kl 13.
Þar sem ekki mega fleiri en 100 manns koma saman í einu, þá verður fólk að skrá sig á viðburðinn svo við getum haldið utan um fjöldann.
Skráning fer fram hér: https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/frettir-af-innra-starfi/opnun-demantshringsins
Allir sem hafa hugsað sér að mæta verða að skrá sig.
Hér eru upplýsingar um staðsetningu: https://goo.gl/maps/n541zWxHZS1bvtwf9
Dagskrá:
13:00 Opnun - Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri MN.
13:05 Ávarp - Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
13:15 Klipping á borða, Katrín, Sigurður Ingi, Þórdís Kolbrún
13:20 Sigurður Ingi Jóhannsson – samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
13:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir – ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
13:40 Kristján Þór Magnússon – Sveitarstjóri Norðurþings
Formlegri dagskrá lýkur kl.14:00 og verður allt haldið utandyra. Boðið verður uppá léttar veitingar.