Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Framtíð ferðaþjónustu á Norðurlandi - Fundir með KPMG

    Þriðjudaginn 1. mars bjóða KPMG og Markaðsstofa Norðurlands til tveggja funda, fyrri fundurinn verður á Akureyri og seinni fundurinn í Varmahlíð, þar sem markmiðið er að ræða um framtíðartækifæri ferðaþjónustunnar á svæðinu.

    Þriðjudaginn 1. mars bjóða KPMG og Markaðsstofa Norðurlands til tveggja funda, fyrri fundurinn verður á Akureyri og seinni fundurinn í Varmahlíð, þar sem markmiðið er að ræða um framtíðartækifæri ferðaþjónustunnar á svæðinu.

    Á fundunum munu sérfræðingar KPMG og Markaðsstofu Norðurlands mæta og ræða um tækifæri í norðlenskri ferðaþjónustu, ítarlega greiningu á ferðþjónustu landshlutans og fjalla um möguleika greinarinnar tengdum sjálfbærni.

    Dagskrá fundarins:

    • Tækifæri í norðlenskri ferðaþjónustu
    • Staða ferðaþjónustunnar og helstu áskoranir fyrirtækja í greininni
      • Niðurstaða könnunar og greininga KPMG
      • Hvaða tækifæri og lausnir eru í boði fyrir fyrirtækin í greininni til að mæta þeim áskorunum sem framundan eru?
    • Sjálfbærni og ferðaþjónustan – hvar liggja möguleikarnir?
    • Umræður

    Smelltu hér til að skrá þig á fund.