Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Ný dagsetning opnunarhátíðar Demantshringsins

    Formleg opnunarhátíð Demantshringsins verður sunnudaginn 6. september 2020, en áður hafði þurft að fresta viðburðinum sem átti að halda þann 22. ágúst.

    Formleg opnunarhátíð Demantshringsins verður sunnudaginn 6. september 2020, en áður hafði þurft að fresta viðburðinum sem átti að halda þann 22. ágúst. Dagskráin er óbreytt og hana má sjá hér að neðan.

    Demantshringurinn er stórkostlegur 250 kílómetra langur hringvegur á Norðurlandi, en þar er að finna magnaðar náttúruperlur og skemmtilega afþreyingu.

    Markaðsstofa Norðurlands hvetur sérstaklega fólk í ferðaþjónustu til að koma á viðburðinn, sem hefst kl 13.

    Vegna takmarkana á fjölda gesta samkvæmt fyrirmælum frá Almannavörnum, þá verður fólk að skrá sig á viðburðinn svo hægt sé að halda utan um fjölda gesta. 

    Skráning fer fram hér: https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/frettir-af-innra-starfi/opnun-demantshringsins

    Allir sem hafa hugsað sér að mæta verða að skrá sig.

    Hér eru upplýsingar um staðsetningu: https://goo.gl/maps/n541zWxHZS1bvtwf9 

    Dagskrá:

    13:00 Opnun - Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri MN.

    13:05 Ávarp - Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

    13:15 Sigurður Ingi Jóhannsson – samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

    13:20 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir – ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

    13:30 Kristján Þór Magnússon – Sveitarstjóri Norðurþings 

    13:40 Klipping á borða, Katrín, Sigurður Ingi, Þórdís Kolbrún


    Formlegri dagskrá lýkur kl.14:00 og verður allt haldið utandyra. Boðið verður uppá léttar veitingar.