Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Nýtt myndabankakerfi tekið í notkun

Á undanförnum vikum hefur verið ráðist í uppfærslu á því hvernig myndabanki Markaðsstofu Norðurlands er hýstur. Hann er nú kominn inn í glænýtt kerfi frá Brandcenter, sem býður upp á alls kyns möguleika til deilingar á myndefni, skjölum og myndböndum.

Á undanförnum vikum hefur verið ráðist í uppfærslu á því hvernig myndabanki Markaðsstofu Norðurlands er hýstur. Hann er nú kominn inn í glænýtt kerfi frá Brandcenter, sem býður upp á alls kyns möguleika til deilingar á myndefni, skjölum og myndböndum. Öll samstarfsfyrirtæki og sveitarfélög MN geta fengið aðgang að myndabankanum, með því að sækja um aðgang. Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að sækja um.

https://www.northiceland.is/is/mn/samstarfsfyrirtaeki/skraning-i-myndabanka

Myndirnar í myndabankanum eru ætlaðar til almennrar markaðssetningar á áfangastaðnum Norðurlandi, bæði innanlands og erlendis. Ferðaskrifstofur sem MN er í sambandi við fá aðgang að myndabankanum eftir því sem við á í hvert skipti, og við hvetjum okkar samstarfsfyrirtæki að nýta myndirnar í sína markaðssetningu.

Þess skal þó getið að myndirnar ná ekki yfir alla þá náttúrustaði, afþreyingu og annað sem er í boði í landshlutanum og stöðugt er unnið að því að bæta við fleiri myndum.

Flestar myndirnar sem eru í kerfinu hefur MN fengið ljósmyndara til að taka sérstaklega, en þar er þó einnig að finna myndir sem koma frá samstarfsfyrirtækum sem hafa gefið MN leyfi til að nýta þær í myndabankann. Slíkar sendingar koma sér alltaf afar vel.

Í myndabankanum má finna nánari upplýsingar um reglur um notkun og merkingar.