Uppskeruhátíð verður 14. október
Það er okkur hjá Markaðsstofu Norðurlands mikið gleðiefni að boða til árlegrar Uppskeruhátíðar ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fimmtudaginn 14. október næstkomandi.
Eftir Covid og alls konar vesen er svo sannarlega kominn tími til að hittast og eiga góða stund saman.
Að þessu sinni er förinni heitið á utanverðan Tröllaskaga og munum við heimsækja fólk og fyrirtæki á Dalvík, Ólafsfirði, Fljótum og Siglufirði.
Fyrirkomulagið verður með hefðbundnu sniði. Við hefjum daginn með brottför frá Hofi á Akureyri stundvíslega kl. 9:00, gott að vera mætt 10 mín fyrr. Þaðan verður ekið beint til Dalvíkur og fyrsta stopp verður á Hótel Dalvík. Við endum svo daginn á Siglufirði með kvöldverði og skemmtun að venju.
Uppskeruhátíðin er einungis fyrir samstarfsfyrirtæki MN. Kostnaður við þátttöku er kr. 9.000 á mann. Innifalið í því er rúta frá Akureyri og aftur til baka, hádegismatur og ýmsar léttar veitingar, kvöldverður og skemmtidagskrá. Skráningargjald verður innheimt 11. október og verður ekki endurgreitt eftir það.
Ef einhver hefur ofnæmi eða séróskir varðandi mat, vinsamlegast sendið tölvupóst á hjalti@nordurland.is.
Boðið verður upp á rútuferð heim að skemmtun lokinni. Jafnframt verður boðið upp á rútu heim morguninn eftir fyrir þá sem vilja gista. Sigló Hótel og Siglunes bjóða upp á tilboð á gistingu og við hvetjum fólk sem ætlar að gista að bóka herbergi sem fyrst, þar sem framboð á gistirými er takmarkað.
Sigló hótel:
Twin/double herbergi: 18,000 kr.
Single herbergi: 16,000 kr.
Morgunverður er ekki innifalinn, hægt er að bæta honum við fyrir 2.600 kr. á mann.
Til að bóka, sendið tölvupóst á siglohotel@siglohotel.is eða hringið í 461-7730 og vísið í bókunarnúmer 38997
Siglunes:
Double/twin herbergi með sér baðherbergi 15.900 per herbergi (morgunmatur er ekki innifalinn, kostar 2.000 á mann)
Til að bóka, sendið tölvupóst á halfdan@siglunes.is eða hringið í 467-1222
Við hvetjum alla til að vera með í rútunni frá byrjun, en hægt verður að koma inn í rútuna í fyrsta stoppi á Hótel Dalvík ef fólk kýs (þar verður einnig stoppað á heimleiðinni). Við minnum fólk á að við skráningu þarf að taka fram hvar fólk vill koma í rútuna, hvaða rútu fólk vill taka heim eða hvort fólk fer heim á eigin vegum.
Skráningarfrestur er til föstudagsins 8. október - skráning fer fram hér:
Athugið að mikilvægt er að hver einstaklingur skrái sig sérstaklega (ekki senda inn mörg nöfn í sömu bókun).