Hotel Kaldi er lítið og huggulegt hótel staðsett á Árskógssandi. Þar eru 5 tveggja manna herbergi, öll með sérbaðherbergi, flatskjá, skrifborði og kaffivél. Léttur morgunverður er innifalinn með gistingu.
Hótelið er í göngufæri við Bjórböðin, Bruggsmiðjuna Kalda og Hríseyjarferjuna. Aðeins tekur 10 mínútur að keyra til Dalvíkur og 30 mínútur til Akureyrar frá hótelinu.