Jólagarðurinn er sannkölluð töfraveröld jólanna aðeins tíu mínútna akstur frá miðbæ Akureyrar. Þar gefur að líta ógrynni hluta tengda jólum úr víðri veröld. Íslensk jól og jólasiðir eru í hávegum höfð, hangikjöt á bita og laufabrauð í mörgum myndum. Íslensku jólasveinarnir og foreldrar þeirra skapa veglegan sess. Vandað íslenskt jólahandverk úr smiðju hagleiksfólks víðsvegar að af landinu prýðir hillur. Einstakur staður sem öll fjölskyldan hefur gaman af því að heimsækja.
Opnunartími:
júní - ágúst kl. 10.00 - 18.00
september - desember kl. 12.00 - 18.00
janúar - maí kl. 14.00 - 18.00