Sveitabærinn Grýtubakki II er staðsettur við Eyjafjörð, lengsta fjörð Íslands.
Frá árinu 1985 hefur þar verið boðið upp á fjölbreytilegar hestaferðir, bæði lengri og styttri ferðir um hið stórkostlega landslag á Norðurlandi.
Á bænum eru 180 hross allt árið.
Það sem bíður gestsins á Grýtubakka II, forvitnir ungir hestar,dularfullar álfaborgir, víkingafjársjóður falinn í jörðu,undurfallegir dalir, fjöll og ár.
Það er riðið um afskekkta dali Norðurlands, og með hjörð af lausum hestum að Mývatni. Á haustin, þegar fyrstu snjókornin bera vott um komu vetrarins, gætu gestir okkar upplifað nýjustu ferðina okkar, ,,Haustlitir og norðurljós".
Hestaferðir Pólarhesta eru mismunandi að lengd, og hægt er að finna ferðir sem hæfa bæði vönum og óvönum hestamönnum. Allar upplýsingar eru á heimasíðunni okkar www.polarhestar.is