Sundlaug Akureyrar
Akureyri
- Höfuðstaður Norðurlands
Akureyri iðar af mannlífi allan ársins hring. Í bænum búa um 20.000 manns og er hann sá langfjölmennasti utan höfuðborgarsvæðisins, miðstöð athafnalífs og þjónustu fyrir allt Norðurland.
Akureyri er menningar- og skólabær sem byggir á traustum grunni. Þar starfa tvö af stærri sjávarútvegsfyrirtæki landsins og ferðaþjónusta skipar sífellt hærri sess.
Frá Akureyri er stutt í margar helstu náttúruperlur landsins og bærinn sjálfur er vinsæll áningastaður um lengri eða skemmri tíma.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir fjölmarga hluti sem mælt er með að gestir skoði þegar þeir dvelja á Akureyri:
-
Lystigarðurinn- u.þ.b. 400 íslenskar plöntur auk rúmlega 7500 erlendra tegunda
-
Listasafnið og Listagilið
-
Sundlaug Akureyrar
-
Húni II - eikarbátur frá 1963 sem er staðsettur við Torfunesbryggju
-
Veitingahús sem bjóða upp á mat úr héraði
-
Kjarnaskógur
-
Innbærinn - söfn, kirkja og byggingar
-
Jaðarsvöllur - nyrsti 18 holu golfvöllur í heimi Glerárgil
-
Hrísey - perla Eyjafjarðar
-
Akureyrarvaka - uppskeruhátíð Listasumars sem haldin er í lok ágúst ár hvert
-
Bjór frá Víking og Kalda - brugghús í héraði
-
Brynjuís - í uppáhaldi heimamanna
-
Akureyrarkirkja
-
Hlíðarfjall