Svalbarðseyri
Svalbarðseyri er þorp á Svalbarðsströnd við austanverðan Eyjafjörð. Svalbarðsströnd er blómlegt landbúnaðarhérað og á Svalbarseyri er löng hefð fyrir öflugri þjónustu og starfsemi tengdri landbúnaði. Þar er einnig höfn fyrir smábáta. Ferðaþjónusta hefur verið í örum vexti á svæðinu og er iðnaður og þjónustustarfsemi nú höfuðatvinnuvegurinn.