Bjarg í Miðfirði
Bjarg í Miðfirði er fæðingarstaður Grettis sterka Ásmundarsonar en hann fæddist í lok 10. aldar og sagan segir að hann hafi manna lengst verið í útlegð á Íslandi eða í 19 ár alls. Grettissaga er ein af perlum íslenskra bókmennta og hefur lifað í gegnum aldirnar á skinnhandritum og í frásögnum sögumanna, þá hefur sagan verið uppspretta ótal hugmynda listamanna og rithöfunda. Sagan um Gretti sterka verður sýnileg við Grettisból á Laugarbakka, en þar er verið að byggja upp leikvang með áherslu á hreysti og hæfni, aflraunir með þátttöku gesta, allt í anda frægðarsagna íslenskra fornkappa.
Frá árinu 1996 hafa verið haldnar árlega Grettishátíðir á slóðum Grettis með sérstakri menningardagskrá. Leiðsögn er um fæðingarstað Grettis að Bjargi og saga hans rakin. Einnig er keppt í aflraunum þar sem tekist er á við hin ýmsu "Grettistök".
Nánari upplýsingar um Grettishátíðina.