Sellátur
Sellátur er svæði nærri sjó þar sem selir kæpa. Sellátur er að finna víðast hvar þar sem selir halda sig og er Vatnsnesið eitt helsta selaskoðunarsvæði Norðurlands. Látur eru yfirleitt nærri flæðarmálinu og selirnir liggja þar á fjöru en svamla í sjónum á flóði. Í einu látri geta verið allt frá fáeinum dýrum upp í mörg hundruð.