Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Fiskur er á meðal algengustu hráefna í matargerð á Íslandi og íslenskur fiskur stendur fyrir gæðavöru. Fiskur hefur leikið stórt hlutverk í lífi fólks allt frá því að fyrstu landnemarnir settust að á landinu, sem var skorið sundur af ám, fullum af laxi og silungi. Í kringum landið eru svo einhver gjöfulustu fiskimið Norður-Atlantshafsins, þar sem heitir og kaldir straumar mætast og skapa kjöraðstæður fyrir ýmsar fiskitegundir. Fiskur er mikilvægasta útflutningsvaran og fólk um allan heim nýtur þeirra einstöku gæða sem íslenskur fiskur stendur fyrir. Síld var um tíma afar mikilvæg fisktegund, kölluð silfur hafsins og veidd í stórum stíl víða um land. Nú til dags er þorskur sérstaklega þekktur fyrir frábær gæði og er á meðal fyrstu kosta kokka um allan heim.

    Á ensku

    cod / þorskur
    haddock / ýsa
    salmon / lax
    herring / síld
    ling / langa
    catfish / steinbítur
    plaice / rauðspretta
    common dab / sólkoli
    redfish / karfi
    pollock / ufsi
    halibut / lúða
    arctic char / bleikja

    roe / hrogn
    lobster and prawns / humar og rækja